Að minnsta kosti 30 eru slasaðir, þar af tíu alvarlega, eftir að stólalyfta á skíðasvæðinu Astún á norðurhluta Spánar hrundi.
Að sögn spænskra fjölmiðla hafa nokkrir verið fluttir á San Jorge-sjúkrahúsið í Huesca en fjölmennt björgunarlið er mætt á svæðið. Nokkrur sjúkrahús hafa verið virkjuð til þess að taka á móti slösuðu fólki.
Tildrög slyssins eru ókunn að svo stöddu en skíðasvæðinu hefur verið lokað.
Astún er skammt frá landamærum Frakklands. Forseti Aragon-héraðsins, Jorge Azcón, skrifar á samfélagsmiðlin X að honum hafi verið tilkynnt um slysið og hann sé á leið á vettvang ásamt innanríkisráðherra svæðisins.
🔴 AMPLIAMOS | Se ha habilitado un hospital de campaña. Militares y Guardia Civil, así como un helicóptero del Gobierno de Navarra se encuentran en la estación de esquí de #Astún prestando auxilio a los heridoshttps://t.co/7SJWYGGbn5 https://t.co/spBK4Nv1hW pic.twitter.com/5SPhivT5hR
— Navarra Televisión (@NavarraTV) January 18, 2025