Alvarlegt slys á spænsku skíðasvæði

Astún skíðasvæðið á Spáni.
Astún skíðasvæðið á Spáni. Ljósmynd/X

Að minnsta kosti 30 eru slasaðir, þar af tíu alvarlega, eftir að stólalyfta á skíðasvæðinu Astún á norðurhluta Spánar hrundi.

Að sögn spænskra fjölmiðla hafa nokkrir verið fluttir á San Jorge-sjúkrahúsið í Huesca en fjölmennt björgunarlið er mætt á svæðið. Nokkrur sjúkrahús hafa verið virkjuð til þess að taka á móti slösuðu fólki.

Tildrög slyssins eru ókunn að svo stöddu en skíðasvæðinu hefur verið lokað. 

Astún er skammt frá landamærum Frakklands. Forseti Aragon-héraðsins, Jorge Azcón, skrifar á samfélagsmiðlin X að honum hafi verið tilkynnt um slysið og hann sé á leið á vettvang ásamt innanríkisráðherra svæðisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka