Donald Trump lenti í Washington D.C. í gær. Hann tekur við embætti forseta á morgun.
Trump og eiginkona hans Melania lentu á alþjóðaflugvellinum Dulles. Þaðan héldu þau á einkaviðburð sem haldinn var í golfklúbbi Trumps í Virginíuríki. Þar fögnuðu þau með vinum og fjölskyldu.
Innsetningarathöfn Trumps fer fram á morgun. Hún verður haldin innandyra en ekki úti eins og hefð er fyrir. Athöfnin verður því í Capitol Rotunda, hringlaga herbergi sem er kallað hjarta þinghússins.
Eins og sjá má á myndum sem hér fylgja var Trump og fjölskylda hans í stuði í gær.