Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sektaði ökumann sem ók á 138 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem greint er frá verkefnum lögreglu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.
Lögreglu var tilkynnt um ungmenni við verslunarkjarna og fylgdi tilkynningunni að verið væri að sveifla kylfu. Ekki komu fleiri tilkynningar né sást neitt slíkt á vettvangi við skoðun lögreglu.
Þá var lögregla kölluð til vegna þjófnaðar í verslunum. Málin voru leyst á vettvangi.
Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir í akstri vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna eða áfengis.