Tala látinna komin í 86

Tankbílinn í ljósum logum.
Tankbílinn í ljósum logum. Ljósmynd/X

Tala látinna eftir að tankbíll valt og lak bensíni sem olli sprengingu í Nígeríu í gær er komin í 86 að sögn heilbrigðisyfirvalda.

Slysið varð á vegi milli borganna Abuja og Kaduna í gærmorgun. Tankbíll með 60.000 lítra af bensíni valt og sprakk. Fólk sem lést er sagt hafa farið í tankbílinn til að sækja bensínið sem lak út eftir að hann valt.

Verð á bensíni hefur hækkað gríðarlega á síðustu mánuðum vegna efnahagskreppu í landinu.

52 eru taldir hafa hlotið alvarleg brunasár af völdum sprengingarinnar. Í október létust meira en 170 manns í svipuðu slysi í Jigawa-ríki í norðurhluta Nígeríu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert