Réðst á hóp leikskólabarna þar sem tveir létust

Árásin átti sér stað í almenningsgarði í borginni.
Árásin átti sér stað í almenningsgarði í borginni. AFP/Pascal Hoefig

Tveggja ára drengur og karlmaður á fimmtugsaldri voru drepnir í stunguárás í almenningsgarði í þýsku borginni Aschaffenburg, 36 kílómetrum suðaustur af Frankfurt. 

Tveir aðrir særðust í árásinni og voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. 

Lögreglan í Þýskalandi hefur staðfest að 28 ára karlmaður frá Afganistan hafi verið handtekinn í tengslum við málið. Fréttir á þýskum miðlum segja að maðurinn glími við geðræn vandamál og að. 

Þýski miðillinn Spiegel greinir frá því að árásin hafi beinst að hópi leikskólabarna sem voru stödd í garðinum. Maðurinn sem lést í árásinni er sagður hafa stigið inn í til að reyna bjarga börnunum.  

Olaf Scholz Þýskalandskanslari kveðst harmi sleginn yfir fregnunum og segir það ólíðandi að fréttir af ofbeldishegðun af hálfu hælisleitenda berist í viku hverri. Hann segir nauðsynlegt að komast að því hvers vegna maðurinn hafi enn verið í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert