Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að hann myndi taka því með opnum huga ef auðjöfurinn Elon Musk myndi vilja kaupa TikTok.
TikTok er í eigu kínversks fyrirtækis og hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði nýlega um að lög sem banna TikTok í Bandaríkjunum stæðust.
Til stóð að banna miðilinn í Bandaríkjunum frá og með 19. janúar en gildistöku laganna hefur verið frestað í 75 daga fyrir tilstilli Trumps.
Ein af hugmyndum Trumps er sú að eignarhaldið skiptist jafnt á milli bandarískra og kínverskra eigenda.
Spurður af blaðamönnum hvort hann sé sjálfur með TikTok-reikning neitaði Trump því en bætti við að hann hygðist þá og þegar fá sér reikning.
TikTok bannið var skammlíft. Það hófst um helgina og lauk tólf tímum síðar.
Þrátt fyrir að banninu hafi verið aflétt geta nýir notendur ekki hlaðið appinu niður í vefverslunum Apple og Google í Bandaríkjunum.