Ekki stjórnarslit í Noregi

Jonas Gahr Støre.
Jonas Gahr Støre. AFP/EArik Flaaris Johanesn

 Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs sagði á blaðamannafundi í Ósló í dag að hann væri þeirrar skoðunar að best sé að samstarf stjórnarflokkanna tveggja, Verkamannaflokksins og Miðflokksins, haldi áfram. 

Komið hefur fram að deilur hafa verið milli flokkanna um svonefndan fjórða orkupakka Evrópusambandsins.  

Verkamannaflokkurinn vill að þrjár tilskipanir af fjórum úr fjórða orkupakkanum verði innleiddar í norskan rétt en því hefur Miðflokkurinn hafnað. Hafa sumir þingmenn flokksins lýst þeirri skoðun að best sé að slíta stjórnarsamstarfinu. Trygve Slagsvold Vedum, leiðtogi Miðflokksins hefur þó lýst þeirri skoðun að hægt verði að finna niðurstöðu sem báðir flokkar sætti sig við og Støre  undir það í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert