Bandaríkin frysta erlenda aðstoð

Marco Rubio, nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Marco Rubio, nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP/Andrew Caballero-Reynolds

Bandaríkin frystu nánast alla erlenda hjálparaðstoð í gær og gerðu aðeins undantekningar á mataraðstoð, og hernaðaraðstoð til Ísraels og Egyptalands.

Þetta kemur fram í minnisblaði Marco Rubio utanríkisráðherra sem AFP-fréttaveitan hefur undir höndum.

Svo virðist vera að breytingarnar muni hafa áhrif á allt frá þróunaraðstoð til hernaðaraðstoðar, þar á meðal til Úkraínu.

Í minnisblaðinu voru þó gerðar sérstakar undantekningar á hernaðaraðstoð við Ísrael og Egyptaland.

Rubio gerði einnig undantekningu á framlögum Bandaríkjanna til mataraðstoðar, þar á meðal til Súdan og Sýrlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert