Staðfestu Hegseth í embætti varnarmálaráðherra

Pete Hegseth er nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Pete Hegseth er nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AFP/Saul Loeb

Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur kjörið Pete Hegseth sem varnarmálaráðherra landsins.

Hegseth er fyrrverandi þáttastjórnandi á fréttastofu Fox en hann er einnig fyrrverandi hermaður.

Val Donalds Trumps á nýjum varnarmálaráðherra kom mörgum á óvart.

Hegseth hefur meðal annars verið ásakaður um misnotkun áfengis, kynferðisbrot og aðra vankanta sem væri ekki gott veganesti til þess að stýra öflugasta her veraldar.

Þrír repúblikanar á móti ráðningunni

Þrír þingmenn Repúblikanaflokksins, Susan Collins, Mitch McConnell og Lisa Murkowski, kusu gegn því að Hegseth yrði valinn varnarmálaráðherra.

Varð þannig niðurstaðan í valinu að jafn margir samþykktu Hegseth í embættið og voru á móti því.

Þurfti því J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, að stíga inn í og greiða atkvæði um úrslitin. Er það aðeins í annað sinn í sögu landsins sem varaforseti hefur þurft að grípa til slíkra ráðstafana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert