Faraldurinn líkast til af mannavöldum

Rannsóknarstofnun Wuhan í veirufræðum er skammt frá matarmakaðinum þar sem …
Rannsóknarstofnun Wuhan í veirufræðum er skammt frá matarmakaðinum þar sem fyrstu tilfellin komu upp. AFP

Bandaríska leyniþjónustan CIA telur nú líklegast að rekja megi upptök kórónuveirufaraldursins til rannsóknarstofu í Wuhan í Kína.

Rannsóknarstofan, sem rannsakaði meðal annars kórónuveirur, er skammt frá matarmarkaði hvar talið er að smits hafi fyrst orðið vart. CIA tekur þó fram að „lítil vissa“ sé í matinu og að einnig sé mögulegt að faraldurinn hafi hafist á náttúrulegan hátt. 

Almennt hefur verið talið að veiran hafi fyrst komið upp á matarmarkaði í Wuhan síðla árs 2019. Svo breiddist veiran hratt út um heiminn á árunum 2020 og 2021. Erfitt hefur reynst að rannsaka uppruna veirunnar sökum tregðu kínverskra stjórnvalda til að leyfa utanaðkomandi aðilum að rannsaka hann.

Fyrrverandi yfirmaður CIA, William Burns, kallaði eftir því á lokavikum Biden-stjórnarinnar að CIA legði formlegt mat á það hver líklegasta skýringin væri á faraldrinum. Niðurstaða CIA lá fyrir skömmu áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við embætti og nýr yfirmaður CIA, John Ratcliffe, ákvað að birta niðurstöðuna.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert