Kólumbíumenn gáfu eftir og tollastríði afstýrt

Gustavo Petro, forseti Kólumbíu, og Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Gustavo Petro, forseti Kólumbíu, og Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Kólumbía hefur samþykkt öll skilyrði sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sett um flutning innflytjenda til Kólumbíu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hvíta húsinu. Trump hótaði háum tollum á Kólumbíu eftir að Kólumbíumenn neituðu að taka á móti tveimur herflugvélum með ólöglega innflytjendur um borð í gær.

Trump brást illur við og boðaði refsiaðgerðir gegn Kólumbíumönnum, þar á meðal háa tolla á kólumbískar vörur. Gustavo Petro, forseti Kólumbíu, sagði að komið væri fram við fólk eins og það væri glæpamenn og boðaði að 25 prósenta tollur yrði lagður á bandarískar vörur.

Nú hafa stjórnvöld í Kólumbíu samþykkt öll skilyrði og eru Kólumbíumenn reiðubúnir að taka á móti fólkinu og heimila lendingu herflugvéla með ólöglega innflytjendur.

Í tilkynningu frá Hvíta húsinu kemur fram að hótanir um refsitolla á kólumbískar vörur hafi verið teknar af borðinu nema Kólumbíumenn standi ekki við gefin loforð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert