Búið að finna svörtu kassana

Rannsakendur með brot úr farþegavélinni.
Rannsakendur með brot úr farþegavélinni. AFP

Rann­sókn er haf­in á flug­slys­inu í Washingt­on sem varð á miðviku­dags­kvöld þegar farþegaþota og herflug­vél rák­ust sam­an og hröpuðu í Potomac-ánna. 67 sem voru sam­tals í vél­un­um báðum eru all­ir tald­ir af.

Rann­sak­end­ur fundu í gær svörtu kass­ana tvo úr farþega­flug­vél­inni en um er að ræða bæði raddupp­töku­tækið og flug­gagna­rit­ann. Flug­mála­yf­ir­völd í Banda­ríkj­un­um segja of snemmt að segja til um or­sök flug­slyss­ins en von­ast er til að hægt verði að birta bráðabirgðaniður­stöður úr rann­sókn­inni inn­an 30 daga.

Hljóðupp­tök­ur úr flugt­urn­in­um hafa verið spilaðar op­in­ber­lega þar sem flug­um­ferðar­stjór­ar heyr­ast ít­rekað spyrja þyrluflug­menn­ina hvort þeir sjái ekki þot­una. Rétt áður en árekst­ur­inn varð biðja flug­um­ferðar­stjór­arn­ir þyrluna um að fljúga yfir aft­an við farþega­vél­ina.

Í gær­kvöld höfðu fund­ist um 40 lík í Potomac-ánni og stend­ur leit enn yfir en 60 farþegar voru í þot­unni ásamt fjög­urra manna áhöfn og þrír banda­rísk­ir her­menn voru í þyrlunni.

Á blaðamanna­fundi í gær sagði Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti að Joe Biden, fyrr­ver­andi for­seti, hafi grafið und­an flu­gör­yggi í land­inu og hafi beitt sér fyr­ir að ráða fólk með fjöl­breytt­an bak­grunn. Með því hafi van­hæf­ir flug­um­ferðar­stjór­ar verið ráðnir til starfa.

Búið er að finna 40 lík í Potomac-ánni.
Búið er að finna 40 lík í Potomac-ánni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert