Trump reisir búðir fyrir innflytjendur í Guantanamo

Donald Trump skrifa hér undir eina af sínum fjölmörgu forsetatilskipunum.
Donald Trump skrifa hér undir eina af sínum fjölmörgu forsetatilskipunum. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur fyr­ir­skipað að reisa skuli fanga­búðir fyr­ir þrjá­tíu þúsund ólög­lega inn­flytj­end­ur við Guant­anamo-Flóa á Kúbu. Banda­ríkja­menn starf­rækja einng fanga­búðir fyr­ir meinta hryðju­verka­menn við Guant­anamo-flóa.

Trump seg­ir að nýju búðirn­ar verði aðskild­ar þeim sem að hýsa meinta hryðju­verka­menn. Banda­ríkja­menn hafa áður notað Guant­anamo-flóa til þess að hýsa ólög­lega inn­flytj­end­ur en Trump hyggst nú reisa enn stærri aðstöðu til þess að fjölga þeim inn­flytj­end­um sem þar dvelja. 

Aðstaðan við Guant­anamo-flóa verður nýtt fyr­ir þá ólög­legu inn­flytj­end­ur sem að brjóta al­var­lega af sér. Þar verða menn vistaðir sem eru ekki treyst­andi til þess að dvelja meðal annarra banda­rískra fanga að sögn Trump.

Mann­rétt­inda­brot fram­in við Guant­anamo-flóa

Banda­ríkja­menn hafa fang­elsað meinta hryðju­verka­menn í fanga­búðum við Guant­anamo-flóa, allt frá árás­un­um 11. sept­em­ber 2011. Dæmi eru um það að fang­ar hafi verið fang­elsaðir þar án dóms og laga, en Banda­ríkja­menn hafa verið sakaðir um pynt­ing­ar í fanga­búðunum. 

Jeremy Laurence, talsmaður Mann­rétt­inda­skrif­stofu Sam­einuðu þjóðanna, gagn­rýn­ir Trump harðlega vegna ákvörðunar hans.

„Það er nauðsyn­lega að viðhalda virðingu og rétt­ind­um allra ein­stak­linga, burt séð frá þeirra stöðu. Tryggja þarf að koma sé fram við alla í sam­ræmi við alþjóðleg mann­rétt­indi. Inn­flytj­end­ur hafa mann­rétt­indi og þau þarf að virða,“ seg­ir Laurence.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert