Horst Köhler látinn

Köhler gegndi embætti forseta frá 2004 til 2010.
Köhler gegndi embætti forseta frá 2004 til 2010. AFP/John Macdougall

Horst Köhler, fyrrverandi forseti Þýskalands, er látinn 81 árs að aldri.

Köhler var hagfræðingur að mennt. Hann stjórnaði Þróunarbanka Evrópu frá 1998 til 2000, en árið 2000 tók hann við sem yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Köhler gegndi embætti forseta frá 2004 til 2010. 

Köhler sagði af sér embætti forseta árið 2010 vegna um­mæla sem hann viðhafði um þátt­töku Þýska­lands í aðgerðum NATO í Af­gan­ist­an.

Í tilkynningu frá Frank-Walter Steinmeier, forseta Þýskalands, segir að Köhler hafi látist í dag eftir skammvinn veikindi. Hann hafi verið umvafinn fjölskyldu sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert