Danmörk einn mikilvægasti bandamaður Bandaríkjanna

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. AFP

Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, áréttaði að Danir væru einu mikilvægustu og bestu bandamenn Bandaríkjanna, er hún ræddi við blaðamenn í Brussel í dag.

Þetta sagði forsætisráðherrann eftir að J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sagði Dani ekki koma fram eins og góðir bandamenn.

„Við höfum barist við hlið Bandaríkjamanna í marga áratugi. Við erum einn af mikilvægustu og bestu bandamönnum Bandaríkjanna og þess vegna vil ég ekki að Danmörk verði skilgreind sem slæmur bandamaður,“ segir Frederiksen við blaðamenn í Brussel.

45 mínútna símtal

Grænlandskrafa Bandaríkjanna hefur vakið ugg meðal Dana. Und­an­farna daga hafa emb­ætt­is­menn Dana og innan Evrópusambandsins áttað sig á því að fólk ætti að líta málið al­var­leg­um aug­um.

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Frederik­sen ræddu sam­an í síma í um 45 mín­út­ur í síðasta mánuði. Því hef­ur verið lýst að mönn­um hafi verið heitt í hamsi og að neyðarástand hafi skap­ast í dönsk­um stjórn­mál­um.

Trump hef­ur hótað að leggja tolla á Dani og hef­ur ekki úti­lokað að beita hervaldi til að ná Græn­landi á sitt vald.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert