Enn sprengt í Svíþjóð

Maður er í haldi lögreglu í Stokkhólmi grunaður um að …
Maður er í haldi lögreglu í Stokkhólmi grunaður um að hafa sprengt sprengju nálægt veitingastað í Nacka undir miðnætti í gærkvöldi. AFP

Einn gistir fangageymslur lögreglunnar í Stokkhólmi eftir að sprengja sprakk á Björknäs-torginu í Nacka, um fimmtán kílómetra austur af sænsku höfuðborginni, um klukkan 23 í gærkvöldi að sænskum tíma.

„Hann er grunaður um stórfelld skemmdarverk og að valda almannahættu auk þess að hafa gerst brotlegur við lög um eld- og sprengifim efni,“ segir Anna Westberg, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Stokkhólmi, í samtali við sænska ríkisútvarpið SVT, en sprengjan sprakk við veitingastað þar á torginu og olli tjóni á húsnæðinu.

Segir upplýsingafulltrúinn enn fremur að lögregla hafi rætt við íbúa nærliggjandi íbúðarhúsa sem séu heilir á húfi og fari rannsókn málsins í hefðbundinn farveg.

SVT

Aftonbladet

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert