Að minnsta kosti tíu eru látnir eftir skotárás í Ribergska-háskólanum í Örebro í Svíþjóð í dag.
Þetta sagði Roberto Eid, lögreglustjórinn í Örebro, á blaðamannafundi rétt í þessu.
Sagði Eid að lögreglan ynni nú að því að bera kennsl á hina látnu.
Lögreglan telur að aðeins einn maður hafi staðið að árásinni og er hann sagður látinn.
Lögreglan hefur ekki haft afskipti af manninum áður.
Ekki er talin hætta á frekari árásum á þessari stundu að sögn lögreglu.