Stjórnvöld í Argentínu hafa ákveðið að fylgja í fótspor Bandaríkjanna og draga sig út úr Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Þetta er haft eftir Manuel Adorni, upplýsingafulltrúa Javiers Milei, Argentínuforseta.
Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í seinasta mánuði undir forsetatilskipun þess efnis að Bandaríkin skyldi draga sig út úr stofnuninni. Argentína hefur því ákveðið að fylgja því fordæmi.
Adorni hefur eftir Milei að ákvörðunin grundvallist á djúpstæðum ágreiningi varðandi aðgerðir WHO, sér í lagi í kórónuveirufaraldrinum. Argentína muni aldrei leyfa alþjóðastofnunum að grípa inn í fullveldi argentínsku þjóðarinnar.
Argentína fær ekki fjármagn frá WHO til þess að halda úti heilbrigðisþjónustu að sögn Adorni og mun ákvörðunin því ekki leiða til þess að heilbrigðisþjónusta í Argentínu muni skerðast.
Adorni endaði svo ávarp sitt á þeim orðum að Milei sé þessa stundina að vega og meta það hvort að Argentína skuli einnig draga út úr Parísarsamningnum, rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.