Tala látinna eftir skotárásina í Riberska-háskólanum í Örebro í Svíþjóð er komin í ellefu að sögn lögreglu.
Sænska ríkisútvarpið, svt, greinir frá. Hinn grunaði er á meðal þeirra látnu en skotárásin átti sér stað rétt eftir hádegi í gær. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að árásarmaðurinn hafi skotið sjálfan sig en ekki er talið að hann hafi haft einhver tengsl við glæpagengi.
„Við höfum ekki heildarmynd eins og er varðandi fjölda slasaðra,“ segir segir Fredrik Svedemyr, talsmaður lögreglunnar. Hann tekur fram að ekki sé hægt að útiloka að tala látinna muni hækka enn frekar.
Hann segir að ekki liggi fyrir upplýsingar um ástand þeirra sem voru fluttir slasaðir á sjúkrahús og sé því miður hætt við að fleiri láti lífið. Sex voru fluttir á háskólasjúkrahúsið í Örebro, þar af fimm með skotsár.