Segir áætlun Trumps viljayfirlýsingu um hernám

Palestínskt fólk gengur um moldarveg innan um eyðilegginguna í Jabalia …
Palestínskt fólk gengur um moldarveg innan um eyðilegginguna í Jabalia á norðurhluta Gasasvæðisins í dag. AFP/Bashar Taleb

Hazen Qassem, talsmaður hryðjuverkasamtakanna Hamas, segir áætlun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að taka yfir Gasa og flytja íbúa á brott vera viljayfirlýsingu um að hernema landsvæðið.

Þá kallaði Hamas eftir neyðarfundi Arababandalagsins vegna málsins.

„Skipta út einu hernámi fyrir annað“

Trump sagði fyrr í dag að með áætlun sinni yrði íbúum Gasa komið fyrir í mun öruggari og fallegri samfélögum, með nýjum og nútímalegum heimilum og myndu loks eiga raunverulegan möguleika á að vera hamingjusamir, öruggir og frjálsir.

Í yfirlýsingu sagði Qassem áætlunina „algjörlega óviðunandi.“

„Gasa er fyrir fólkið sitt og það mun ekki fara,“ sagði hann.

„Við þurfum ekkert annað land til að stjórna Gasa-svæðinu og við sættum okkur ekki við að skipta út einu hernámi fyrir annað.“

„Við skorum á arabaþjóðina og alþjóðastofnanir til að grípa til öflugra aðgerða til að hafna Trump-verkefninu.“

The Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert