Englandsbanki hefur lækkað hagvaxtarspá sína um 0,75% vegna yfirvofandi tolla sem Bandaríkjastjórn hefur boðað.
Fyrri spá gerði ráð fyrir hagvexti upp á 1,5% en spáin hljómar nú upp á 0,75% hagvöxt.
Bankinn lækkaði stýrivexti niður í 4,5% í nóvember en kunnugir óttast að verðbólga fari af stað að nýju vegna stöðunnar á alþjóðamörkuðum.
Hagvöxtur var 0,75% á síðasta ári en fyrir mánuði síðan spáði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hagvexti upp á 1,6% í Bretlandi.
Sérfræðingar spá frekari stýrivaxtalækkun í mars til að bregðast við stöðunni.
Hæst fóru stýrivextir í 5,25% árið 2020 en verðbólgan náði hæst 11% í október árið 2022.