Fjöldi palestrínskra fanga frelsaðir fyrir þrjá ísraelska gísla

Fjölskyldumeðlimir fyrrum palestínsks fanga tóku á móti honum í Ramallah …
Fjölskyldumeðlimir fyrrum palestínsks fanga tóku á móti honum í Ramallah í dag. AFP

Hamas-hryðjuverkasamtökin afhentu þrjá ísraelska gísla til Rauða krossins á Gasa í dag í skiptum fyrir fjölda palestínskra fanga sem voru frelsaðir.  

Gíslaskiptin eru þau fimmtu af sínu tagi og eru hluti af yfirstandandi vopnahléi við Ísrael. 

Mikill mannfjöldi tók á móti gíslunum

Ísraelsku gíslarnir þrír, Eli Sharabi, Or Levy og Ohad Ben Ami, voru látnir lausir eftir að grímuklæddir vígamenn Hamas færðu þá upp á svið í borginni Deir el-Balah í miðborg Gasa. 

Í yfirlýsingu ísraelska hersins sagði að þeir væru nú í haldi hermanna sinna á Gasa.

Vígamenn Hamas fylgdu gíslinum Ohad Ben Ami á svið áður …
Vígamenn Hamas fylgdu gíslinum Ohad Ben Ami á svið áður en þeir afhentu hann Rauða krossinum í Deir el-Balah, í miðhluta Gasa. AFP

Rúta með frelsuðum Palestínumönnum fór frá ísraelska Ofer-fangelsinu á hernumda Vesturbakkanum í dag, sem voru afhentir í skiptum fyrir þá þrjá ísraelsku gísla sem voru afhentir í Gasa fyrr í dag. 

Mikill mannfjöldi, sem hafði safnast saman síðan í morgun í Ramallah, tók á móti palestínsku föngunum þar sem þeir stigu út úr rútunni hver á fætur öðrum. 

Fordæma meðferð á gíslunum við afhendinguna

Ísraelskur herferðarhópur fyrir fjölskyldur gísla sem haldið er á Gasa lýsti í yfirlýsingu sinni  „truflandi myndum“ af ísraelsku gíslunum þremur þar sem voru neyddir til að tala á sviðinu áður en vígamenn Hamas slepptu þeim. 

Benjamín Netanjahú tók undir yfirlýsingu hópsins og sagði myndirnar hafa verið „sjokkerandi“. 

Isaac Herzog, forseti Ísraels, sagði meðferð gíslanna þriggja hafa verið „mannúðsglæp“. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka