Api gerði eyríki rafmagnslaust

Api borðar banana í Nýju Delí á Indlandi.
Api borðar banana í Nýju Delí á Indlandi. AFP/Sajjad Hussain

Forvitni apa í eyríkinu Sri Lanka varð til þess að öll eyjan varð rafmagnslaus.

Api braust inn í spennistöð í úthverfi höfuðborgarinnar Colombo og olli rafmagnsleysinu um klukkan 6 í morgun að íslenskum tíma.

Rafmagn var komið á að hluta klukkan 9, en þá var enn unnið að því að koma því á á eyjunni allri. 

„Api hefur komist í snertingu við spennistöðina okkar og valdið ójafnvægi í kerfinu,“ sagði Kumara Jayakody, orkumálaráðherra landsins, við fjölmiðla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert