Ítalska lögreglan herjar á mafíuna

Frá Sikiley.
Frá Sikiley. AFP

Lögreglan á Sikiley á Ítalíu hóf í dag meiriháttar aðgerðir gegn Cosa Nostra-mafíunni þegar gefnar voru út handtökuskipanir á hendur 183 manns innan mafíunnar.

Fleiri en 1.2000 lögreglumenn voru ræstir út í morgun vegna aðgerðarinnar en að sögn lögregluyfirvalda í borginni Palermo nær aðgerðin einnig til annarra ítalskra borga á Sikiley.

Sakaðir um fjölda brota

Þeir sem hafa verið handteknir eru m.a. sakaðir um tilraunir til manndráps, fjárkúgun, fíkniefnasmygl og fyrir að standa fyrir ólöglegri starfsemi fjárhættuspila.

Með aðgerðinni er lögð áhersla á að lama starfsemi Cosa Nostra-mafíunnar í þeim hverfum sem starfsemi hennar er hvað mest að finna.

Hefur rannsókn lögreglunnar á mafíunni leitt í ljós umfang fíkniefnaviðskipta hennar og hvernig yfirmenn taka enn þátt í viðskiptum þrátt fyrir að vera í fangelsi, en það gera þeir með því að nota dulkóðaða farsíma.

Veitti rithöfundi The Godfather innblástur

Cosa Nostra-mafían er frá Sikiley og veitti rithöfundinum Mario Puzo innblástur til að skrifa bókina The Godfather, sem seinna varð gerð að bíómynd.

Hún hefur lengi herjað á ítalska samfélagið og ríkið en mafían stóð t.a.m. að baki drápunum á dómurunum Giovanni Falcone og Paolo Borsellino árið 1992 en þeir höfðu þá barist gegn mafíunni. Í kjölfar þess hóf ítalska ríkið að sækja hart að mafíunni og hefur Ndrangheta-mafían tekið því æ meira við völdum en hún er talin ríkasta og valdamesta mafía Ítalíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert