Stór skjálfti reið yfir Santorini

Jarðskjálfti að stærðinni 5,3 reið yfir grísku eyjuna Santorini seint …
Jarðskjálfti að stærðinni 5,3 reið yfir grísku eyjuna Santorini seint í gærkvöld. AFP/Stringer

Jarðskjálfti að stærðinni 5,3 reið yfir grísku eyjuna Santorini seint í gærkvöld og er hann sá stærsti sem hefur mælst af þeim þúsundum sem hafa riðið yfir svæðið á síðustu vikum.

Skjálftanum fylgdi annar 5 að stærð tveimur klukkustundum síðar en skjálftarnir ollu hvorki skemmdum né meiðslum á fólki.

Samkvæmt tölum frá háskólanum í Aþenu hafa nærri 13 þúsund jarðskjálftar mælst frá 26. janúar til 8. febrúar á svæðinu milli Santorini og nágranna Eyjahafseyjanna Amorgos, Ios og Anafi.

Neyðarástandi var lýst á Santorini í síðustu viku. Rúmlega 11 þúsund manns hafa yfirgefið eyjuna og ferðum með flugi og ferjum hefur verið fjölgað til að anna flóttanum. 

Skólum var lokað í síðustu viku og verða þeir lokaðir fram á föstudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert