Tólf manns voru fluttir á sjúkrahús eftir að eldur kviknaði í Boeing-þotu bandaríska flugfélagsins America Airlines eftir lendingu á alþjóðaflugvellinum í Denver í Colorado í gærkvöld.
172 farþegar voru í vélinni auk sex manna áhafnar. Allir farþegar voru fluttir á öruggan hátt úr vélinni en tólf voru fluttir á sjúkrahús með minniháttar meiðsli að því fram kemur í færslu flugvallarins í Denver á samfélagsmiðlinum X.
Á myndböndum sem víða var deilt á samfélagsmiðlum sést reykur í kringum þotuna og farþega sem stóðu á væng flugvélarinnar áður en þeim var komið til bjargar.
Flugmálayfirvöld segja að vélin sem var á leið frá Colorado til Dallas hafi verið snúið til Dallas eftir að áhöfn tilkynnti að hún hafi fundið fyrir titringi í hreyfli vélarinnar.
BREAKING: An American Airlines plane carrying 178 people appeared to catch fire on the tarmac after making an emergency landing at Denver International Airport Thursday evening, forcing passengers to evacuate by climbing out onto the wing of the plane. https://t.co/gWlirSyILE pic.twitter.com/AOSU1iB24H
— CBS News (@CBSNews) March 14, 2025