Hvíta húsið vill að herinn geri Panamaplan

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill ná tökum á skurðinum.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill ná tökum á skurðinum. AFP

Hvíta húsið í Washingt­on hef­ur beint því til banda­ríska hers­ins að gera áætl­un sem miðar að því að auka viðveru banda­rískra her­manna í Panama. Til­gang­ur­inn er að ná mark­miði Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta sem vill „end­ur­heimta“ Pana­maskurðinn.

Þetta hef­ur banda­ríska frétta­stof­an NBC eft­ir tveim­ur banda­rísk­um emb­ætt­is­mönn­um sem þekkja til máls­ins.

Í þágu þjóðarör­ygg­is

Trump sagði í stefnuræðu sinni á Banda­ríkjaþingi í liðinni viku að það væri í þágu þjóðarör­ygg­is að „end­ur­heimta Pana­maskurðinn.“

Ekki hafa fylgt nán­ari skýr­ing­ar á því hvað fel­ist ná­kvæm­lega í orðum for­set­ans.

Panamaskurðurinn er gríðarlega mikilvæg siglingaæð.
Pana­maskurður­inn er gríðarlega mik­il­væg sigl­ingaæð. AFP

Sam­starf eða vald­beit­ing?

Heim­ilda­menn NBC segja að svæðis­stjórn Banda­ríkja­hers í suðri vinni nú að gerð ólíkra sviðsmynda, allt frá því að eiga nán­ara sam­starf við ör­ygg­is­sveit­ir Panama til þess mögu­leika, sem þykir harla ólík­leg­ur, að banda­rísk­ir her­menn taki Pana­maskurðinn ein­fald­lega með valdi.

Emb­ætt­is­menn­irn­ir segja, hvað seinni val­mögu­leik­ann varðar, að það fari eft­ir því hversu mikið ör­ygg­is­sveit­ir Panama séu reiðubún­ar til sam­starfs við Banda­rík­in.

Vilja draga úr áhrif­um Kín­verja

Emb­ætt­is­menn­irn­ir segja enn frem­ur að það sé mark­mið rík­is­stjórn­ar stjórn­ar Trumps að auka hernaðarviðveru Banda­ríkj­anna í Panama til að draga úr áhrif­um kín­verskra stjórn­valda þar, sér­stak­lega aðgangi Kín­verja að sjálf­um skurðinum.

Yf­ir­völd í Panama og Kína neita því að er­lend ríki séu að hafa af­skipti af skurðinum, sem er um 80 km lang­ur. Fjallað er sér­stak­lega um hlut­leysi skurðar­ins í stjórn­ar­skrá Panama.

Kín­versk­ir emb­ætt­is­menn hafa aft­ur á móti sakað Banda­rík­in um að nota „þving­an­ir“ til að þrýsta á emb­ætt­is­menn í Panama að hindra flutn­ing á kín­versk­um hjálp­ar­gögn­um.

Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, mun líklega heimsækja Panama í næstu …
Pete Heg­seth, varn­ar­málaráðherra Banda­ríkj­anna, mun lík­lega heim­sækja Panama í næstu viku. AFP

Heg­seth mun heim­sækja Panama

Heim­ild­ar­menn NBC segja að aðmíráll­inn Al­vin Hosley, sem stýr­ir syðri svæðis­stjórn hers­ins, hafi kynnt drög að áætl­un­um fyr­ir Pete Heg­seth, varn­ar­málaráðherra Banda­ríkj­anna, í vik­unni.

Reiknað er með að Heg­seth heim­sæki Panama í næsta mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert