Skipstjórinn ákærður fyrir manndráp

Solong-flutningaskipið síðdegis á þriðjudag, rúmum sólarhring eftir áreksturinn á Norðursjó.
Solong-flutningaskipið síðdegis á þriðjudag, rúmum sólarhring eftir áreksturinn á Norðursjó. AFP/Paul Ellis

Skip­stjóri Solong-flutn­inga­skips­ins hef­ur verið ákærður af lög­regl­unni í Bretlandi fyr­ir mann­dráp af gá­leysi. Skip­stjór­inn er frá Rússlandi en Solong sigldi á skipið Stena Immacula­te á Norður­sjó á mánu­dag. 

Bæði skip stóðu í ljós­um log­um í meira en sól­ar­hring í kjöl­farið. Einn maður lést, en 36 mönn­um var bjargað af skip­un­um. 

Maður­inn sem er ákærður heit­ir Vla­dimír Mó­tín og er 59 ára gam­all. Hann er frá Sankti Pét­urs­borg í Rússlandi.

Hann hef­ur verið úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald og kem­ur fyr­ir dóm í Hull á morg­un, laug­ar­dag. 

Í til­kynn­ingu lög­regl­unn­ar kem­ur fram að strand­gæsla Bret­lands hafi leitað ít­ar­lega í Norður­sjó en ekki fundið þann eina sem ekki náðist að bjarga á mánu­dag. Er nú gengið út frá því að hann hafi far­ist. 

Maður­inn hét Mark Ang­elo Pernia og var 38 ára gam­all. Hann var frá Fil­ipps­eyj­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert