Skoða flutning Palestínumanna til A-Afríku

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að Bandaríkin taki yfir Gasa …
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að Bandaríkin taki yfir Gasa og byggi það síðan upp. AFP

Yf­ir­völd í Banda­ríkj­un­um og í Ísra­el hafa sett sig í sam­band við emb­ætt­is­menn stjórn­valda í þrem­ur ríkj­um í Aust­ur-Afr­íku til að ræða notk­un á landsvæðum þeirra sem hugs­an­lega framtíðarbú­setu Palestínu­manna sem hafa verið flutt­ir frá Gasa­svæðinu. Þetta er sam­kvæmt boðaðri til­lögu Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta.

Þetta sögðu banda­rísk­ir og ísra­elsk­ir emb­ætt­is­menn við Associa­ted Press.

Banda­rík­in og Ísra­el hafa rætt við emb­ætt­is­menn í Súd­an, Sómal­íu og aðskilnaðarsvæði Sómal­íu sem kall­ast Sómalíu­land. Málið þykir til marks um áfram­hald­andi til­raun­ir Banda­ríkj­anna og Ísra­els til að halda áfram með áætl­un sem hef­ur verið for­dæmd víða og vakið al­var­leg­ar laga­leg­ar og siðferðileg­ar spurn­ing­ar.

Vill koma Palestínu­mönn­um fyr­ir á „fal­leg­um stað“

Fram kem­ur í um­fjöll­un AP að öll rík­in séu fá­tæk og of­beldi sé þar víða. Þetta sé því þvert á yf­ir­lýst mark­mið Trumps um að koma Palestínu­mönn­um frá Gasa fyr­ir á „fal­leg­um stað“.

Emb­ætt­is­menn frá Súd­an sögðu að þeir hefðu hafnað til­boðum frá Banda­ríkj­un­um, á meðan emb­ætt­is­menn frá Sómal­íu og Sómalíulandi sögðu við AP að þeir væru ekki meðvitaðir um nein sam­skipti.

Palestínumenn á Gasa hafa mótmælt hugmyndum Bandaríkjaforsetans.
Palestínu­menn á Gasa hafa mót­mælt hug­mynd­um Banda­ríkja­for­set­ans. AFP

Nær til ríf­lega tvegga millj­óna

Sam­kvæmt áætl­un Trumps yrðu ríf­lega tvær millj­ón­ir íbúa Gasa send­ar til annarra landa var­an­lega. For­set­inn hef­ur lagt til að Banda­rík­in myndu eigna sér svæði, hafa um­sjón með hreins­un þess og þar yrði svo farið í upp­bygg­ingu á fast­eign­um.

Fram kem­ur í um­fjöll­un AP að hug­mynd­in um flutn­ing Palestínu­manna í massa­vís hafi eitt sinn verið draumór­ar öfgaþjóðern­is­sinna í Ísra­el. En frá því Trump kynnti hug­mynd­ina á fundi í Hvíta hús­inu í fe­brú­ar hef­ur Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, fagnað henni sem „djarfri framtíðar­sýn“.

Palestínu­menn hafna til­lög­unni

Palestínu­menn á Gasa hafa hafnað til­lög­unni og vísað á bug full­yrðing­um Ísra­ela um að flutn­ing­ur­inn yrði sjálf­vilj­ug­ur. Þá hafa Ar­abaþjóðir lýst yfir harðri and­stöðu og boðið fram aðra sýn sem myndi gera Palestínu­mönn­um kleift að búa áfram á svæðinu. Mann­rétt­inda­sam­tök hafa enn frem­ur sagt að það að þvinga eða þrýsta á Palestínu­menn til að yf­ir­gefa svæðið gæti hugs­an­lega tal­ist vera stríðsglæp­ur.

Engu að síður seg­ir talsmaður Hvíta húss­ins að Trump „standi við sína sýn“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert