Lögðu hald á rúmlega 800 kíló af kókaíni

Talið er að farmurinn sé 24 milljón evra virði.
Talið er að farmurinn sé 24 milljón evra virði. AFP

Franska toll­gæsl­an lagði hald á rúm­lega 800 kíló af kókaíni úr flutn­inga­bíl á án­ing­ar­svæði á þjóðvegi í suðaust­ur­hluta Frakk­lands í gær.

Ökumaður flutn­inga­bíls­ins, sem er pólsk­ur, var hand­tek­inn en talið er að farm­ur­inn, sem var 828 kíló, sé 24 millj­ón evra virði sem jafn­gild­ir um 3,5 millj­örðum ís­lenskra króna.

Alls lagði franska toll­gæsl­an hald á 53,5 tonn af kókaíni á síðasta ári, meira en tvö­falt meira en árið á und­an.

Sam­kvæmt rann­sókn­um hef­ur kókaínn­eysla næst­um tvö­fald­ast í Frakklandi en um 1,1 millj­ón manns neyttu kókaíns að minnsta kosti einu sinni árið 2023.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert