Kína: Samtal frekar en blóðbað

Reykur yfir höfuðborginni Sana á laugardaginn eftir árásir Bandaríkjamanna á …
Reykur yfir höfuðborginni Sana á laugardaginn eftir árásir Bandaríkjamanna á tugi skotmarka. Segja Bandaríkjamenn nokkra leiðtoga Húta hafa fallið, en yfirvöld í Jemen segja aðallega börn og konur hafa orðið fyrir árásunum. AFP/Mohammed Huwais

Yf­ir­völd í Kína hafa kallað eft­ir því að komið verði á sam­tali til að draga úr spennu á Rauðahaf­inu. Kem­ur ákall þeirra eft­ir að Banda­ríkja­menn gerðu um helg­ina um­fangs­mikl­ar árás­ir á upp­reisn­ar­menn Húta í Sana, höfuðborg Jemen. Gerðu Hút­ar í kjöl­farið árás á banda­rískt flug­móður­skip.

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti fyr­ir­skipaði árás­irn­ar, en þær voru gerðar í von um að opna aft­ur sigl­ing­ar­leiðir um Rauðahaf. Hafa Hút­ar, sem studd­ir eru af stjórn­völd­um í Íran, hindrað sigl­ing­ar með árás­um á flutn­inga­skip síðustu mánuði.

Hef­ur árás­um upp­reisn­ar­mann­anna á ísra­elsk skip fjölgað eft­ir að Ísra­els­menn hindruðu aft­ur flutn­ing neyðar­gagna til Gasa, en Hút­ar hafa sagt aðgerðirn­ar hluta af sam­stöðu með Palestínu­mönn­um.

Að minnsta kosti 53 eru látn­ir í Sana eft­ir árás­ir Banda­ríkja­manna og 98 særðir sam­kvæmt upp­lýs­ing­um heil­brigðisráðuneyt­is Jem­ens. Segja yf­ir­völd þar að flest fórn­ar­lambanna séu kon­ur og börn, en Banda­ríkja­menn segj­ast hafa fellt nokkra hátt­setta leiðtoga Húta.

„Kína er mót­fallið aðgerðum sem kunna að auka spenn­una á Rauðahafi,“ sagði Mao Ning, talsmaður ut­an­rík­is­ráðuneyt­is Kína, á fundi í morg­un. Bætti hann því við að staðan á svæðinu væri flók­in og að best væri að leysa úr henni með sam­tali og samn­ingaviðræðum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert