Lýsir náðanir Bidens ógildar

Donald Trump og Joe Biden við innsetningarathöfn Trumps 20. janúar. …
Donald Trump og Joe Biden við innsetningarathöfn Trumps 20. janúar. Nú hefur Trump sagt að náðanir sem Biden gaf út áður en hann lét af embætti séu ógildar. Óljóst er hvort Trump hafi völd til þess að ógilda fyrri ákvörðun. AFP/Chip Somodevilla

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur lýst fyr­ir fram náðunum Joe Bidens, for­vera síns, gagn­vart ýms­um fylg­is­mönn­um Bidens og þing­mönn­um sem hafa reitt Trump og fylg­is­menn hans til reiði með því að rann­saka árás­ina á þing­húsið 6. janú­ar 2020.

Sak­ar hann Biden um að hafa ekki skrifað sjálf­ur und­ir náðun­ina, held­ur að hafa notað svo­kallaðan „autopen“ eða tæki til að fjöl­falda und­ir­skrift­ir.

Tel­ur Trump þetta ástæðu til að ógilda fyr­ir fram náðan­irn­ar, en óljóst er hvort Trump hafi völd til slíkr­ar ógild­ing­ar.

Trump tjáði sig um málið á sam­fé­lags­miðli sín­um Truth social og vísaði þar til Bidens sem syfjaða Joe Biden (e. sleepy Joe Biden) og sagði náðun­ina hafa verið gagn­vart óskipaðri nefnd sem sam­an­stóð af „póli­tísk­um óþokk­um (e. political thugs) og að náðunin væri ekki í gildi leng­ur.

Sagði Trump jafn­framt að þar sem Biden hafi ekki skrifað sjálf­ur und­ir, held­ur notað autopen hefði Biden ekki vitað hvað hann var að skrifa und­ir.


Áður en Trump tók við sem for­seti á ný 20. janú­ar náðaði Biden fyr­ir fram fjöl­skyldumeðlimi sína og alla nefnd­ar­menn í svo­kallaðri „6. janú­ar-nefnd Banda­ríkjaþings“ sem rann­sakaði árás­ina á þing­húsið. Meðal þing­manna í nefnd­inni voru tveir re­públi­kan­ar, Liz Cheney frá Wyom­ing og Adam Kinz­in­ger frá Ill­in­o­is. Bæði hafa þau dottið af þingi síðan þá.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert