Ræðir við Pútín á morgun

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræðir við Pútin á morgun.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræðir við Pútin á morgun. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hyggst ræða við Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta á morg­un um hvernig megi binda endi á inn­rás­ar­stríð Rússa í Úkraínu.

„Við höf­um lagt mikla vinnu [í friðarsamn­inga] um helg­ina. Við vilj­um sjá hvernig við get­um stöðvað þetta stríð,“ seg­ir for­set­inn er hann ræddi við blaðamenn um borð í flug­vél.

Trump seg­ir viðræður um hvernig megi deila niður „ákveðnum eign­um“ á milli Rúss­lands og Úkraínu þegar hafn­ar.

„Við mun­um tala um land. Við mun­um tala um orku­ver.“

Steve Wit­koff, sem fer fyr­ir samn­inga­nefnd Banda­ríkja­manna, ræddi við Pútín í síðustu viku. 

Hann vildi ekki tjá sig um mögu­lega samn­inga um yf­ir­töku Rússa á úkraínsku landsvæði. Rúss­ar stjórna nú um það bil 20% af landi Úkraínu.

Lofaði að binda enda á stríðið

Trump lofaði því ít­rekað í kosn­inga­bar­áttu sinni að hann ætlaði að binda enda á stríðið í Úkraínu sem hófst í fe­brú­ar árið 2022. Ætlaði hann að gera það strax á fyrsta degi í embætti. 

Skömmu eft­ir að Trump var aft­ur tek­inn við sæti for­seta átti hann 90 mín­útna langt sím­tal við rúss­neska starfs­bróður sinn um hvernig mætti koma friði aft­ur á í Úkraínu.

Banda­rík­in og Úkraína hafa bæði samþykkt að bera und­ir Rússa sam­komu­lag um 30 daga vopna­hlé.

Erfiðar kröf­ur

Pútín hef­ur sagst styðja hug­mynd­ina um vopna­hlé en er þó með lista af erfiðum kröf­um sem þarf að upp­fylla áður en hægt er að ná slík­um friði.

Kreml sæk­ist meðal ann­ars eft­ir því að í friðarsamn­ing­um komi staðfest­ing á því að Úkraína muni ekki ganga í Atlants­hafs­banda­lagið og að ríkið verði áfram hlut­laust.

„Við mun­um krefjast þess að skot­held­ar ör­ygg­is­ábyrgðir verði hluti af þessu sam­komu­lagi,“ seg­ir Al­ex­and­er Gru­sk­ho, var­aut­an­rík­is­ráðherra Rúss­lands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert