Ætla ekki að skila Frelsisstyttunni

Frelsisstyttan fræga í New York.
Frelsisstyttan fræga í New York. AFP

Trump-stjórn­in ætl­ar ekki að verða við beiðni fransks þings­manns um að skila Frels­is­stytt­unni til Frakk­lands.

„Alls ekki,“ sagði Karol­ine Lea­vitt, fjöl­miðlafull­trúi Hvíta húss­ins, spurð út í þetta á blaðamanna­fundi í gær­kvöldi.

„Mitt ráð til þessa ónefnda lágtsetta franska stjórn­mála­manns væri að minna á að það er aðeins vegna Banda­ríkj­anna að Frakk­ar eru ekki að tala þýsku akkúrat núna,“ bætti hún við og vís­ar að öll­um lík­ind­um til banda­lags Banda­ríkj­anna og Frakka í seinni heimstyrj­öld.

„Þau ættu að vera þakk­lát.“

Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins.
Karol­ine Lea­vitt, fjöl­miðlafull­trúi Hvíta húss­ins. AFP

Ósátt­ur við niður­skurð Trumps í heil­brigðis­kerf­inu

Raphaël Glucks­mann, þingmaður á franska þjóðþing­inu, hafði sagt á ráðstefnu á dög­un­um að Banda­rík­in und­ir stjórn Don­alds Trumps for­seta væru ekki leng­ur hlut­gerv­ing­ur þeirra gilda sem Frels­is­stytt­an tákn­ar.

Frakk­ar gáfu Banda­ríkja­mönn­um stytt­una að gjöf 1884. Ann­ars veg­ar átti stytt­an að vera til marks um diplóma­tískt sam­band þjóðanna og hins veg­ar tákn um sjálf­stæði Banda­ríkj­anna og enda­lok þræla­halds í land­inu.

„Við ætl­um að segja við alla Banda­ríkja­menn sem hafa valið sér lið með ein­ræðis­herr­un­um, Banda­ríkja­mönn­un­um sem ráku rann­sókn­ar­menn fyr­ir að krefjast vís­inda­legs frels­is: Gefið okk­ur aft­ur Frels­is­stytt­una,“ sagði Glucks­mann og vísaði til niður­skurðar hjá heil­brigðisráðuneyti Banda­ríkj­anna, þar sem þúsund­ir vís­inda­manna hafa misst vinn­una.

Raphaël Glucksmann, einn af stofnendum Place Publique, sem er innan …
Raphaël Glucks­mann, einn af stofn­end­um Place Pu­blique, sem er inn­an breiðfylk­ing­ar franskra jafnaðarmanna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert