Samþykkja að láta af loftárásum á orkuinnviði

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti. AFP/Brendan Smialowski

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti hef­ur samþykkt að gera 30 daga vopna­hlé á árás­um á orku­innviði í Úkraínu. Þetta kem­ur í kjöl­far sím­tals sem Pútín og Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti áttu í dag þar sem vopna­hlé í inn­rás­ar­stríði Rússa í Úkraínu var til umræðu. 

Töldu þeir Pútín og Trump að vopna­hléið á orku­innviðum væri veg­vís­ir að var­an­legu vopna­hléi. 

Hvíta húsið hef­ur sent frá sér sam­an­tekt á því hvað fór á milli leiðtog­anna tveggja. Seg­ir þar meðal ann­ars að samn­ingaviðræður um var­an­legt vopna­hlé muni hefjast taf­ar­laust í Mið-Aust­ur­lönd­um. 

Skipt­ast á stríðsföng­um

Rúss­nesk­ir miðlar greina einnig frá því að samþykkt hafi verið að Rúss­ar og Úkraínu­menn muni skipt­ast á 175 stríðsföng­um á næst­unni. Auk þess sem að Rúss­ar muni af­henda „al­var­lega særða“ úkraínska her­menn til síns heima. 

Er Pútín einnig sagður hafa hvatt Trump til þess að binda enda á hernaðar- og leyniþjón­ustuaðstoð til Úkraínu á meðan Banda­rík­in vinni að því að binda enda á stríðið.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert