Boðar til neyðarfundar um bandarísk vopn

Þjóðverjar hafa pantað 34 herþotur af gerðinni F-35 frá Bandaríkjunum.
Þjóðverjar hafa pantað 34 herþotur af gerðinni F-35 frá Bandaríkjunum. AFP

Varn­ar­málaráðherra Þýska­lands mun ráðfæra sig við æðstu hers­höfðingja lands­ins um ör­ygg­is­mál sem tengj­ast banda­rísk­um vopna­kerf­um, sér­stak­lega F-35 orr­ustuþotum.  sam­kvæmt skýrslu í inn­lendu dag­blaði á fimmtu­dag.

Frá þessu grein­ir þýska blaðið Süddeutsche Zeit­ung. 

Mörg Evr­ópu­ríki eru nú að end­ur­skoða þörf sína fyr­ir banda­rísk­um vopn­um og tækni í kjöl­far um­mæla Trump Banda­ríkja­foseta sem hafa varpað skugga á sam­starf Banda­ríkj­anna og Evr­ópu.

Bor­is Pistorius, varn­ar­málaráðherra Þýska­lands, hyggst ráðfæra sig við hátt setta hers­höfðingja, sér­fræðinga ráðuneyt­is­ins og inn­kaupa­full­trúa, að því er seg­ir í um­fjöll­un blaðsins. 

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hrist upp í vestrænu samstarfi …
Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, hef­ur hrist upp í vest­rænu sam­starfi með um­mæl­um sín­um um Evr­ópu­sam­bandið og NATO. AFP

Hafa áhyggj­ur

Þar mun áhersl­an vera á banda­rísk vopna­kerfi sem þýski her­inn not­ar nú þegar eða hef­ur pantað. Þjóðverj­ar hafa t.d. pantað 35 F-35 orr­ustuþotur frá Banda­ríkj­un­um, en menn hafa nú áhyggj­ur af því að banda­rísk stjórn­völd geti hugs­an­lega haft stjórn á þot­un­um.

Sér­fræðing­ar hafa lýst yfir áhyggj­um varðandi flutn­ing á nauðsyn­leg­um vara­hlut­um til lands­ins og þá hafa aðrir áhyggj­ur af því að svo­kallaður„dráps­rofi“ geti mögu­lega verið inn­byggður í herþot­urn­ar, sem gefi banda­rísk­um yf­ir­völd­um kleift að ráða því hvort vél­arn­ar hefji sig til flugs eður ei. 

Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, vill fara yfir stöðuna með hershöfðingjum …
Bor­is Pistorius, varn­ar­málaráðherra Þýska­lands, vill fara yfir stöðuna með hers­höfðingj­um og sér­fræðing­um. AFP

Gögn og vara­hlut­ir mik­il­væg­ir

Car­lo Masala, stjórn­mála­fræðing­ur við Bundeswehr-há­skól­ann í München, seg­ir í sam­tali við blaðið að flug­vél­arn­ar séu atriði sem hægt sé að þrýsta á í sam­skipt­um ríkj­anna, óháð því hvort ein­hver dráps­rofi sé í þeim. 

„Vanda­málið með F-35 snýst frek­ar um gagna­send­ing­ar og vara­hluti,“ sagði hann.

„Ef það er ekki til staðar þá glat­ar F-35 miklu af virkni sinni [...] Ef skorið er á það þá er það vanda­mál.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert