Með hverjum deginum drepa Rússar fleiri og fleiri

Ekkert lát er á árásum Rússa gegn Úkraínu hvað sem …
Ekkert lát er á árásum Rússa gegn Úkraínu hvað sem líður viðræðum leiðtoga um vopnahlé. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Við Sjálf­stæðis­torgið í Kænug­arði stend­ur ótrú­leg­ur fjöldi þjóðfána Úkraínu, svo marg­ir að óger­legt er að telja þá. Hvern og einn þeirra hef­ur fólk sett niður til minn­ing­ar um ást­vin sem lát­ist hef­ur sök­um inn­rás­ar­stríðs Rússa, sem hófst fyr­ir rúm­um þrem­ur árum.

Þeim fjölgaði enn í gær og fjölg­ar raun­ar með hverj­um deg­in­um sem líður og þar með einnig þeim sem drepn­ir eru af Rúss­um, hvort sem þeir eru her­menn eða sak­laus­ir borg­ar­ar.

Ekk­ert lát er á árás­um Rússa gegn Úkraínu hvað sem líður viðræðum leiðtoga um vopna­hlé. Af skil­yrðum Vla­dimírs Pútíns Rúss­lands­for­seta að dæma verður að telj­ast ólík­legt að friður af nokk­urri gerð ná­ist í bráð. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert