Erfið staða á Heathrow

Slökkviliðsmenn að störfum eftir að eldur kviknaði í orkustöð sem …
Slökkviliðsmenn að störfum eftir að eldur kviknaði í orkustöð sem sér um að útvega vellinum rafmagn. AFP

Tals­menn Heathrow-flug­vall­ar á Bretlandi hafa sagt að þeir hafi ekki skýra mynd af því hvenær raf­magn verður komið aft­ur á í dag. Ljóst sé að flug­völl­ur­inn verði lokaður til klukk­an 23:59 í kvöld.

Vell­in­um var lokað í dag eft­ir að eld­ur kviknaði í North Hyde-raf­stöðinni í Hayes, sem er í Vest­ur-London. Það varð til þess að raf­magni sló út til Heathrow sem og annarra fyr­ir­tækja og heim­ila á nær­liggj­andi svæðum.

Farþegar sem áttu bókað flug í dag í gegnum Heathrow …
Farþegar sem áttu bókað flug í dag í gegn­um Heathrow þurfa að leita annarra leiða til að kom­ast á milli staða. AFP

Or­sök­in ligg­ur ekki fyr­ir en neyðarþjón­usta var fyrst kölluð á vett­vang klukk­an 23:23 að staðar­tíma í gær­kvöldi.

Ed Mili­band, orku­málaráðherra Bret­lands, sagði í sam­tali við BBC að eld­ur­inn hefði einnig virst hafa slegið út vara­afla­gjafa.

Tals­menn flug­vall­ar­ins segja að von sé á frek­ari til­kynn­ingu um stöðuna í dag en ljóst sé að það verði veru­leg rösk­un á starf­semi vall­ar­ins næstu daga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert