Gatwick-flugvöllur hleypur undir bagga

Flugferðum til Heathrow hefur víða verið aflýst.
Flugferðum til Heathrow hefur víða verið aflýst. AFP

Gatwick-flug­völl­ur­inn á Englandi hyggst taka á móti hluta af þeim flug­vél­um sem áttu að lenda á Heathrow-flug­velli sem nú er lokaður.

Eld­ur kviknaði í tengi­virki skammt frá Heathrow og olli raf­magns­leysi.

120 flug­vél­ar höfðu þegar tekið á loft og stefndu í átt að Heathrow þegar flug­völl­ur­inn til­kynnti lok­un­ina. Sam­kvæmt vefsíðunni Flig­htRa­dar24 mun lok­un­in hafa áhrif á minnst 1.351 flug­ferð til og frá flug­vell­in­um.

Tveim­ur flug­ferðum frá Kefla­vík­ur­flug­velli til Heathrow hef­ur verið af­lýst.

Meðvituð um stöðuna

Heathrow- og Gatwick-flug­vell­irn­ir eru báðir í grennd við Lund­ún­ir, höfuðborg Eng­lands.

„Við erum meðvituð um stöðuna á Heathrow-flug­vell­in­um í dag og erum að veita þann stuðning sem nauðsyn­leg­ur er,“ seg­ir í tísti flug­vall­ar­ins.

Þá kem­ur fram að starf­semi Gatwick-flug­vall­ar hald­ist óbreytt í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert