13 slösuðust í eftirför lögreglu í París

Eftirforin átti sér stað í morgun í suðurhluta höfuðborgarinnar.
Eftirforin átti sér stað í morgun í suðurhluta höfuðborgarinnar. AFP

13 slösuðust, þar á meðal tíu lög­reglu­menn, er ökumaður sinnti ekki stöðvun­ar­merkj­um í suður­hluta Par­ís­ar í morg­un.

Eft­ir­för­in spannaði nokkra kíló­metra og endaði með því að ökumaður­inn missti stjórn á bíln­um og rakst á um­ferðarljós. Þrjár lög­reglu­bif­reiðar rák­ust síðan á bíl öku­manns­ins. 

Ökumaður­inn og tveir farþegar voru hand­tekn­ir og flutt­ir á sjúkra­hús með minni hátt­ar áverka. Ein­stak­ling­arn­ir eru á aldr­in­um 19 til 30 ára. 

Klukk­an 5:45 á staðar­tíma hlýddi ökumaður­inn ekki fyr­ir­mæl­um lög­reglu um að stöðva bíl­inn. Ökumaður­inn er grunaður um að hafa verið und­ir áhrif­um áfeng­is. 

Þrír lög­reglu­bíl­ar veittu bíln­um þá eft­ir­för sem endaði með áður­nefnd­um af­leiðing­um. 

Lög­reglu­menn­irn­ir hlutu minni hátt­ar meiðsl og voru út­skrifaðir af sjúkra­húsi síðdeg­is. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert