Nauðsynlegt að Hamas láti af völdum

Mahmud Abbas, er forseti heimastjórnar Palestínu og leiðtogi Fateh-samtakanna.
Mahmud Abbas, er forseti heimastjórnar Palestínu og leiðtogi Fateh-samtakanna. AFP

Nauðsyn­legt er fyr­ir Ham­as að láta af völd­um á Gasa-strönd­inni til þess að hægt sé að tryggja til­veru Palestínu­manna á Gasa.

Þetta sagði  Mahmúd Abbas, for­seti palestínsku heima­stjórn­ar­inn­ar og leiðtogi Fateh-sam­tak­anna.

Fateh-sam­tök­in eru stærsti stjórn­mála­flokk­ur­inn inn­an Frels­is­sam­taka Palestínu (PLO) en Abbas er leiðtogi bæði PLO og Fateh-sam­tak­anna.

„Mik­il­vægt er að Ham­as sýni sam­kennd gagn­vart íbú­um á Gasa. Mik­il­vægt er að Ham­as láti af völd­um og skilji það að ef þeir halda áfram völd­um á Gasa muni það leiða til enda­loka til­veru Palestínu,“ er haft eft­ir Abbas í yf­ir­lýs­ingu. 

Fateh-sam­tök­in voru lengi vel við völd á Gasa, allt þar til Ham­as náði þar völd­um árið 2007. 

Isra­el Katz, varn­ar­málaráðherra Ísra­els, hótaði fyrr í vik­unni að inn­lima Gasa inn í Ísra­els­ríki ef Ham­as slepp­ir ekki um­svifa­laust þeim gísl­um sem enn eru í haldi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert