Pútín „ekki slæmur náungi“

Witkoff sagði Pútín hafa beðið fyrir vini sínum Trump eftir …
Witkoff sagði Pútín hafa beðið fyrir vini sínum Trump eftir að hann var skotinn. AFP

Steve Wit­koff, er­ind­reki Hvíta húss­ins sem fer fyr­ir samn­inga­nefnd Banda­ríkja­manna, hef­ur hælt Pútín háttsvert og sagt hann vera alls trausts verðan. Þá sagði hann Pútín hafa sagst beðið fyr­ir „vini“ sín­um Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta eft­ir að hann var skot­inn. 

Wit­koff fundaði með Pútín í nokkr­ar klukku­stund­ir í liðinni viku í Moskvu. Meðal ann­ars ræddu þeir hvernig ætti að binda enda á stríðið í Úkraínu. 

Wit­koff lýsti fund­in­um sem upp­byggi­leg­um og „lausnamiðuðum“.

Steve Witkoff erindreki fundaði með Pútín í vikunni.
Steve Wit­koff er­ind­reki fundaði með Pútín í vik­unni. AFP/​Mandel Ngan

Í hlaðvarps­viðtali við Tucker Carl­son sagði Wit­koff Pútín „ekki vera slæm­an ná­unga“ og að rúss­neski for­set­inn væri „frá­bær“ leiðtogi sem væri að leita leiða til að enda stríðið. 

„Mér líkaði vel við hann. Ég taldi hann hafa verið hrein­skil­inn við mig,“ sagði er­ind­rek­inn. 

„Ég lít ekki á Pútín sem slæm­an ná­unga. Þetta er flók­in staða, þetta stríð, og allt sem leiddi til þess.“

Lét út­búa mynd af Trump

Pútín á að hafa sagt Wit­koff frá því að eft­ir skotárás­ina á kosn­inga­fund Trump í Penn­sylvan­íu­ríki í júlí hafi Pútín hitt prest í kirkju og beðið fyr­ir Trump. 

„Ekki af því að hann gæti orðið for­seti Banda­ríkj­anna, held­ur af því þeir eru vin­ir og hann var að biðja fyr­ir vini sín­um.“

Wit­koff sagði í viðtal­inu að Pútín hefði fengið rúss­nesk­an lista­mann til þess að út­búa mynd af Trump sem hann bað Wit­koff að færa Trump. 

„Það var svo fal­leg stund.“

Selenskí í erfiðari stöðu 

Wit­koff sagði Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seta standa frammi fyr­ir erfiðum val­kost­um og að hann ætti að viður­kenna að það væri kom­inn tími til að „gera samn­ing“ við Moskvu. 

Selenskí „er í mjög erfiðri stöðu, en hann er að berj­ast gegn kjarn­orku­veldi.“

Tucker Carl­son er um­deild­ur fyrr­ver­andi fjöl­miðlamaður á Fox News. Hann tók meðal ann­ars viðtal við Pútín í fyrra. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert