Stríðið heldur áfram og lífið gerir það líka

Ólíkt hlutskipti. Á meðan nærri milljón hermenn berjast gegn innrásarliði …
Ólíkt hlutskipti. Á meðan nærri milljón hermenn berjast gegn innrásarliði Rússa á vígvellinum, að langmestu leyti karlar, vinna konur vörnum landsins gagn með öðrum hætti heima fyrir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enn dynja dag­lega á Úkraínu­mönn­um árás­ir Rússa, hvort sem er úr lofti á sak­lausa borg­ara eða á víg­lín­unni úr norðri og austri, jafn­vel þótt færri frétt­ir séu nú flutt­ar af því en í upp­hafi þess stríðs sem hófst með inn­rás rúss­neska hers­ins í fe­brú­ar fyr­ir rúm­lega þrem­ur árum.

Þess­ari staðreynd og mörgu fleiru fengu blaðamaður og ljós­mynd­ari Morg­un­blaðsins að kynn­ast í ferð sinni til Úkraínu fyrr í vik­unni.

Berj­ast við her­menn Pútíns

Bar­áttuþrek heima­manna virðist þar óbilandi frammi fyr­ir skeyt­ing­ar­lausu of­beldi Rússa, sem engu eira að skip­un for­set­ans Vla­dimírs Pútín, en hann vill alla Úkraínu und­ir hæl sinn og set­ur slík skil­yrði fyr­ir vopna­hléi að þau jafn­ast á við höfn­un.

Og á bak við varn­ar­lín­urn­ar reyna Úkraínu­menn að halda lífi sínu áfram, vit­andi að ekk­ert skil­ur þá frá gjör­eyðing­arafl­inu nema hug­rakk­ir her­menn þeirra eig­in þjóðar.

Dagur. Að morgni dags í miðborg Kænugarðs má strax sjá …
Dag­ur. Að morgni dags í miðborg Kænug­arðs má strax sjá fólk á ferli á leið til dag­legra starfa. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Nótt. Sprengjuhlaðin vélfygli herja á borgarbúa á næturnar. Sumir leita …
Nótt. Sprengju­hlaðin vél­fygli herja á borg­ar­búa á næt­urn­ar. Sum­ir leita þá skjóls í byrgj­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Líf. Trúin gegnir stóru hlutverki í lífi margra og ekki …
Líf. Trú­in gegn­ir stóru hlut­verki í lífi margra og ekki síst í bar­átt­unni við Rússa síðustu ár. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Dauði. Vart má finna kirkjugarð þar sem ekki eru grafnir …
Dauði. Vart má finna kirkju­g­arð þar sem ekki eru grafn­ir her­menn sem Rúss­ar hafa drepið. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert