Danskir lögreglumenn sendir til Grænlands

Ekki er ljóst hver verkefni lögreglunnar verða.
Ekki er ljóst hver verkefni lögreglunnar verða. AFP/Emil Helms

Flug­vél með dönsk­um lög­reglu­mönn­um er nú á leið til Græn­lands. Danska rík­is­út­varpið hef­ur fengið þetta staðfest af yf­ir­völd­um þar í landi.

Talið er að lög­reglu­menn­irn­ir séu á leiðinni til Græn­lands í tengsl­um við heim­sókn banda­rískra emb­ætt­is­manna í næstu viku.

Ekki er ljóst ná­kvæm­lega hver verk­efni lög­regl­unn­ar verða.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um DR hyggst Mike Waltz, þjóðarör­ygg­is­ráðgjafi Banda­ríkj­anna, heim­sækja Græn­land í næstu viku ásamt Ushu Vance, sem er eig­in­kona vara­for­set­ans JD Vance.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert