Eiginkona Vance á leið til Grænlands

JD Vance og Usha Vance.
JD Vance og Usha Vance. AFP/Tobias Schwarz

Usha Vance, eig­in­kona JD Vance vara­for­seta Banda­ríkj­anna, mun heim­sækja Græn­land í vik­unni.  

Í dag var greint frá því að dansk­ir lög­reglu­menn væru á leið til lands­ins vegna heim­sókn­ar­inn­ar. 

Heim­sókn Vance hefst á sunnu­dag og mun son­ur henn­ar, auk banda­rískr­ar sendi­nefnd­ar, heim­sækja sögu­lega staði og læra um græn­lenska menn­ingu. Þau munu meðal ann­ars fylgj­ast með sleðahunda­keppn­inni Avanna­ata Qim­uss­ersu.

„Frú Vance og sendi­nefnd­in eru spennt að fylgj­ast með þess­ari merku keppni og fagna græn­lenskri menn­ingu og sam­stöðu,“ sagði í til­kynn­ingu Hvíta húss­ins.

Ekki hægt að aðskilja við yf­ir­lýs­ing­arn­ar

Mette Fredrik­sen, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, sagði að ekki væri hægt að aðskilja heim­sókn­ina yf­ir­lýs­ing­um Trumps um að eign­ast Græn­land.

Spurður fyrr í þess­um mánuði sagðist Trump trúa að „það muni ger­ast“.

„Við vilj­um vinna með Banda­ríkja­mönn­um,“ sagði Fredrik­sen og bætti við að sam­starfið verði að byggj­ast á grund­vall­ar­gild­um full­veld­is og virðing­ar milli landa og þjóða.

„Þetta er eitt­hvað sem við tök­um al­var­lega.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert