Forsætisráðherrann sýknaður

Han Duck-soo, forsætisráðherra Suður-Kóreu.
Han Duck-soo, forsætisráðherra Suður-Kóreu. AFP

Stjórn­laga­dóm­stóll í Suður-Kór­eu vísaði í dag frá ákæru á hend­ur Han Duck-soo for­sæt­is­ráðherra lands­ins fyr­ir emb­ætt­ismissi sem þingið í S-Kór­eu lagði fram gegn hon­um í des­em­ber.

Hann tek­ur því aft­ur við  sem starf­andi for­seti lands­ins en hann var sett­ur for­seti eft­ir að for­set­inn Yoon Suk-yeol var vikið úr starfi fyr­ir að lýsa yfir her­lög­um í land­inu í fyrra.

„Stjórn­laga­dóm­stóll­inn hef­ur tekið ákvörðun um að hafna beiðni um ákæru á hend­ur Han Duck-soo for­sæt­is­ráðherra,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu dóm­stóls­ins.

Fimm dóm­ar­ar af átta í stjórn­laga­dóm­stóln­um sýknuðu for­sæt­is­ráðherr­ann, tveir vildu vísa kær­unni frá og einn dóm­ari sak­felldi hann.

Á næstu dög­un­um mun stjórn­laga­dóm­stóll­inn taka ákvörðun í máli for­set­ans um það hvort hon­um verði vikið úr embætti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert