Segir yfirvofandi heimsókn af vinalegum toga

Trump hefur ítrekað sagt að hann vilji að Bandaríkin taki …
Trump hefur ítrekað sagt að hann vilji að Bandaríkin taki yfir Grænland. AFP/Annabelle Gordon

Heim­sókn banda­rískr­ar sendi­nefnd­ar til Græn­lands er af vina­leg­um toga og á ekki að vera ögr­andi að sögn Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta. 

Greint var frá því í gær að Usha Vance, eig­in­kona J.D. Vance vara­for­seta Banda­ríkj­anna, myndi heim­sækja Græn­land í þess­ari viku ásamt syni sín­um og banda­rískri sendi­nefnd.

Múte Egede, frá­far­andi formaður lands­stjórn­ar Græn­lands, sak­ar yf­ir­völd í Washingt­on um af­skipta­semi af græn­lensk­um stjórn­mál­um með því að senda sendi­nefnd­ina til lands­ins. 

Múte Egede.
Múte Egede. AFP

Græn­lend­ing­ar hafi verið yf­ir­gefn­ir

Trump hef­ur und­an­farna mánuði ít­rekað lýst áhuga sín­um á að ná yf­ir­ráðum á Græn­landi. Hef­ur hann ekki úti­lokað að beita hervaldi til að ná því mark­miði. 

„Okk­ur hef­ur verið boðið og þeim lík­ar vel við hug­mynd­ina, af því þau hafa í raun verið yf­ir­gef­in. Ég held að Græn­land gæti verið eitt­hvað sem er í framtíð okk­ar. Ég tel það mik­il­vægt. Það er mik­il­vægt út frá alþjóðlegu ör­yggi,“ sagði Trump er hann ræddi við blaðamenn í dag. 

Eng­ar viðræður fyrr en ný rík­is­stjórn er mynduð

Viðræður um mynd­un nýrr­ar heima­stjórn­ar á Græn­landi standa yfir um þess­ar mund­ir en Egede hef­ur sagt að það verði „eng­ar viðræður“ við Banda­rík­in fyrr en ný rík­is­stjórn verði mynduð. 

Jens-Frederik Niel­sen, leiðtogi Demokra­atit, verður að öll­um lík­ind­um nýr leiðtogi heima­stjórn­ar Græn­lands. Hann hef­ur sjálf­ur gagn­rýnt orðræðu Trumps gagn­vart Græn­landi og sagt að hún væri óviðeig­andi. 

JD Vance og Usha Vance.
JD Vance og Usha Vance. AFP/​Tobi­as Schw­arz
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert