„Þið hljótið að vera að grínast í mér“

J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, og Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, voru …
J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, og Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, voru í hópspjallinu. AFP

Banda­ríska blaðamann­in­um Jef­frey Gold­berg var fyr­ir mis­tök bætt í hóp­spjall á smá­for­rit­inu Signal þar sem æðstu emb­ætt­is­menn Banda­ríkj­anna ræddu fyr­ir­hugaðar árás­ir Banda­ríkj­anna á Húta í Jemen.

Árás­irn­ar voru gerðar 15. mars en Gold­berg, sem er rit­stjóri hjá tíma­rit­inu Atlantic, var bætt inn í spjallið tveim­ur dög­um fyrr.

Hann hef­ur nú skrifað grein um at­vikið og hef­ur Hvíta húsið staðfest fregn­irn­ar og sagst vera að skoða hvernig núm­eri Gold­berg hafi óvart verið bætt við hóp­spjallið.

Hefði getað gert mik­inn skaða

Á meðal þeirra sem voru í spjall­inu voru J.D. Vance vara­for­seti Banda­ríkj­anna, Pete Heg­seth varn­ar­málaráðherra og Marco Ru­bio ut­an­rík­is­ráðherra.

Einnig mátti þar finna Tulsi Gabb­ard, yf­ir­mann leyniþjón­ustu Banda­ríkj­anna, John Ratclif­fe, yf­ir­mann CIA og Mike Waltz þjóðarör­ygg­is­ráðgjafa Banda­ríkja­for­seta.

AFP-frétta­veit­an grein­ir frá að lek­inn hefði getað valdið mikl­um skaða hefði Gold­berg kosið að birta upp­lýs­ing­ar um áform Banda­ríkj­anna fyr­ir árás­ina, sem hann gerði ekki.

Heg­seth upp­lýsti um skot­mörk­in

Í grein­inni fjall­ar Gold­berg um að Heg­seth hafi m.a. sent upp­lýs­ing­ar á spjallþráðinn um skot­mörk, vopn sem yrðu notuð og fram­kvæmdaröð árás­anna.

Er Heg­seth sagður hafa áætlað að fyrstu spreng­ing­arn­ar í Jemen myndu heyr­ast klukk­an 13.45 að staðar­tíma, sem reynd­ist rétt metið.

Kall­ar eft­ir rann­sókn

Örygg­is­brest­ur­inn hef­ur vakið mikla reiði á meðal demó­krata. Chuck Schumer, helsti leiðtogi demó­krata í banda­rísku öld­unga­deild­inni, hef­ur kraf­ist þess að ít­ar­leg rann­sókn verði gerð á hon­um.

Þá hef­ur Jack Reed öld­unga­deild­arþingmaður einnig gagn­rýnt ör­ygg­is­brest­inn og kallað kæru­leysi emb­ætt­is­manna Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta slá­andi og hættu­legt.

Sömu­leiðis hef­ur Hillary Cl­int­on, sem Trump réðst ít­rekað á fyr­ir að nota einka­netþjón á meðan hún var ut­an­rík­is­ráðherra lands­ins, birt grein Gold­bergs á X ásamt skila­boðunum: „Þið hljótið að vera að grín­ast í mér.“

Trump styður enn við þjóðarör­ygg­is­ráð sitt

Trump virt­ist sjálf­ur koma af fjöll­um er blaðamenn spurðu hann um at­vikið í dag.

Í yf­ir­lýs­ingu frá tals­manni Hvíta húss­ins í kvöld kom þó fram að Trump hefði enn fulla trú á þjóðarör­ygg­is­ráði sínu, þar á meðal Mike Waltz.

Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi landsins.
Marco Ru­bio, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, og Mike Waltz, þjóðarör­ygg­is­ráðgjafi lands­ins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert