Tugir særðir eftir árás Rússa

Frá borginni Sumy í Úkraínu í dag.
Frá borginni Sumy í Úkraínu í dag. AFP

Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti seg­ir nærri 90 manns særða, þar á meðal sautján börn, eft­ir árás Rússa á úkraínsku borg­ina Súmí í dag.

Árás­in var gerð á meðan viðræður um vopna­hlé í Úkraínu, á milli Rússa og Banda­ríkja­manna, stóðu yfir.

Að sögn úkraínskra emb­ætt­is­manna varð tjón á íbúðar­hús­um og skóla í árás­inni.

Borg­ar­stjóri Súmí seg­ir einnig skemmd­ir hafa orðið á sjúkra­húsi.

Nem­end­ur í skýli 

Selenskí seg­ir að nem­end­ur skól­ans sem varð fyr­ir tjóni hafi sem bet­ur fer verið í skýli á meðan árás­in gekk yfir.

Mynd­skeið sem birst hafa á net­inu sýna skemmd hús­næði og mik­inn reyk í rúst­um. Þá má einnig sjá viðbragðsaðila að störf­um.

Að sögn Selenskís Úkraínuforseta særðust nærri 90 manns.
Að sögn Selenskís Úkraínu­for­seta særðust nærri 90 manns. AFP

Ræddu um frið í dag

Í dag funduðu full­trú­ar Rússa og Banda­ríkj­anna í Sádi-Ar­ab­íu um frið í inn­rás­ar­stríði Rússa í Úkraínu.

Viðræðurn­ar enduðu ný­lega og er bú­ist við að sam­eig­in­leg yf­ir­lýs­ing frá þjóðunum verði birt á morg­un. Sér­fræðing­um þykir vopna­hlé ólík­legt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert