Palestínumenn mótmæla Hamas

Mótmælendur vilja Hamas frá völdum.
Mótmælendur vilja Hamas frá völdum. AFP

Fjöl­marg­ir Palestínu­menn komu sam­an í norður­hluta Gasa í dag til að mót­mæla Ham­as-hryðju­verka­sam­tök­un­um og kröfðust þess að stríðinu við Ísra­el yrði hætt.

Eru þetta stærstu mót­mæl­in gegn sam­tök­un­um síðan hryðju­verka­árás­in var gerð á Ísra­el 7. októ­ber árið 2023. 

Þúsund­ir manna gengu um göt­ur í Beit Lahia í norður­hluta Gasa í dag og hrópuðu: „Við vilj­um binda enda á stríðið.“  

Mót­mæl­in koma í kjöl­far þess að á sunnu­dag gaf heil­brigðisráðuneytið á Gasa, sem er und­ir stjórn Ham­as, út að yfir 50.000 manns hefðu látið lífið í átök­un­um og virðist eng­in lang­tíma­lausn í sjón­máli. 

Nauðsyn­legt að Ham­as láti af völd­um

AFP-frétta­stof­an ræddi við nokkra mót­mæl­end­ur á svæðinu en eng­inn þeirra vildi koma fram und­ir nafni af ótta við hefnd­araðgerðir. Sögðu mót­mæl­end­urn­ir að þeir væru orðnir þreytt­ir á nú­ver­andi ástandi og vildu að sam­tök­in færu frá völd­um. 

Mahmúd Abbas, for­seti palestínsku heima­stjórn­ar­inn­ar og leiðtogi Fateh-sam­tak­anna, sagði um helg­ina að nauðsyn­legt væri fyr­ir Ham­as að láta af völd­um á Gasa­strönd­inni til þess að hægt væri að tryggja til­veru Palestínu­manna á Gasa. 

Ham­as-sam­tök­in hafa verið við völd á Gasa frá ár­inu 2007. 

Önnur mótmæli hafa þegar verið skipulögð.
Önnur mót­mæli hafa þegar verið skipu­lögð. AFP

Skipu­leggja áfram­hald­andi mót­mæli

Þegar er byrjað að skipu­leggja áfram­hald­andi mót­mæli á morg­un á sam­fé­lags­miðlin­um Tel­egram. 

„Látið rödd ykk­ar heyr­ast, látið þá vita að Gasa er ekki þögul, og það er fólk sem mun ekki sætta sig við að vera út­rýmt,“ skrifuðu skipu­leggj­end­ur mót­mæl­anna í færslu á Tel­egram.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert